„Risastórt fyrir stéttina“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 12:15 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/vilhelm Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32
Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32