Sérhagsmunir – nei takk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. júní 2020 15:15 Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér er því enn mikilvægara að hafa virkt eftirlit með samkeppni en í stærri löndum. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Óli Björn Kárason skrifaði grein í Morgunblaðið 24. júní þar sem hann mælir með breytingunum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi viljað veikja Samkeppniseftirlitið, eða eins og Óli Björn orðar það sjálfur í greininni: „Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum.“ Ýmis vafasöm atriði er þarna að finna jafnvel þó að breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar dragi lítillega úr skaðanum. Verði frumvapið að lögum mun það auðvelda samruna stórra fyrirtækja, þ.e.a.s. veltumörk tilkynningaskyldra samruna eiga að hækka verulega þannig að stórir samrunar verða ekki tilkynningaskyldir. Einnig er fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt svo dæmi séu tekin um breytingarnar. Efnahagur eftir COVID-19 Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það sé samið m.a. til að taka tillit til þess að miklar breytingar hafa orðið í íslensku efnahagslífi frá því samkeppnislögum var síðast breytt, árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir COVID-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að sporna gegn blokkamyndun í viðskiptalífinu. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir COVID-19. Það er því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismörkuðum. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að búa til einokunarfyrirtæki á mörkuðum. Slíkt gengur gegn hag almennings. Sterkara Samkeppniseftirlit Árið 2011 stóðum við í Samfylkingunni og Vg, sem þá vorum í ríkisstjórn, að styrkingu samkeppnislaga og til að skapa virka samkeppni. Þar lá til grundvallar skýr vilji til að gæta almannahagsmuna. Sjónarmiðið var einkum það að keppi fyrirtæki á markaði um viðskiptavini batna kjör almennings og atvinnulífið verður þróttmeira. Þannig skapast tekjur og skattar, sem síðan auðveldar að reka betra velferðarkerfi. Virk samkeppni er á hinn bóginn ekki sjálfgefin og stór fyrirtæki á hinum litla íslenska markaði hafa mikla hagsmuni af því að draga úr henni og þá ekki síst að draga úr eftirliti með samkeppnisreglum. Við styrkingu samkeppnislaganna 2011 mættum við mikilli andstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Sú sérhagsmunabarátta skilaði ekki árangri þar sem við og Vg stóðum saman í að efla nauðsynlegt eftirlit og aðhald gagnvart viðskiptalífinu. Þessir sömu aðilar vilja nú nýta stöðu sína til að veikja Samkeppniseftirlitið og nú með stuðningi Vg. Ekki verður annað séð en að möguleikar til að grípa til aðgerða gegn háttsemi fyrirtækja sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni „almenningi til tjóns“ verði stórlega veiktir, gangi frumvarpið eftir. Þar er einnig lagt til að dregið verði verulega úr eftirliti með því annars vegar að fyrirtækjum verður falið að meta hvort samráð þeirra raskar samkeppni og mun fleiri samrunar verði undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þá er það mikið áhyggjuefni að frumvarpið ber með sér þann anda að í stað þess að styrkja samkeppnislögin í samræmi við það sem verið hefur að gerast í Evrópu undanfarin ár er verið að veikja þau. Það er nefnilega algerlega rangt að frumvarpið, eins og það lítur út, jafnvel með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar, sé í samræmi við þróun samkeppnisreglna í Evrópu undanfarin ár. Þar hefur hugmyndafræðin byggst á því að styrkja lögin en ekki að veikja þau eins og hér. Það er því að mínu mati nauðsynlegt að allir, jafnt innan þings sem utan og þá einkum verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin, sem vilja gæta hagsmuna almennings, standi saman á ný og verjist þessari atlögu sérhagsmunanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér er því enn mikilvægara að hafa virkt eftirlit með samkeppni en í stærri löndum. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Óli Björn Kárason skrifaði grein í Morgunblaðið 24. júní þar sem hann mælir með breytingunum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi viljað veikja Samkeppniseftirlitið, eða eins og Óli Björn orðar það sjálfur í greininni: „Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum.“ Ýmis vafasöm atriði er þarna að finna jafnvel þó að breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar dragi lítillega úr skaðanum. Verði frumvapið að lögum mun það auðvelda samruna stórra fyrirtækja, þ.e.a.s. veltumörk tilkynningaskyldra samruna eiga að hækka verulega þannig að stórir samrunar verða ekki tilkynningaskyldir. Einnig er fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt svo dæmi séu tekin um breytingarnar. Efnahagur eftir COVID-19 Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það sé samið m.a. til að taka tillit til þess að miklar breytingar hafa orðið í íslensku efnahagslífi frá því samkeppnislögum var síðast breytt, árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir COVID-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að sporna gegn blokkamyndun í viðskiptalífinu. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir COVID-19. Það er því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismörkuðum. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að búa til einokunarfyrirtæki á mörkuðum. Slíkt gengur gegn hag almennings. Sterkara Samkeppniseftirlit Árið 2011 stóðum við í Samfylkingunni og Vg, sem þá vorum í ríkisstjórn, að styrkingu samkeppnislaga og til að skapa virka samkeppni. Þar lá til grundvallar skýr vilji til að gæta almannahagsmuna. Sjónarmiðið var einkum það að keppi fyrirtæki á markaði um viðskiptavini batna kjör almennings og atvinnulífið verður þróttmeira. Þannig skapast tekjur og skattar, sem síðan auðveldar að reka betra velferðarkerfi. Virk samkeppni er á hinn bóginn ekki sjálfgefin og stór fyrirtæki á hinum litla íslenska markaði hafa mikla hagsmuni af því að draga úr henni og þá ekki síst að draga úr eftirliti með samkeppnisreglum. Við styrkingu samkeppnislaganna 2011 mættum við mikilli andstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Sú sérhagsmunabarátta skilaði ekki árangri þar sem við og Vg stóðum saman í að efla nauðsynlegt eftirlit og aðhald gagnvart viðskiptalífinu. Þessir sömu aðilar vilja nú nýta stöðu sína til að veikja Samkeppniseftirlitið og nú með stuðningi Vg. Ekki verður annað séð en að möguleikar til að grípa til aðgerða gegn háttsemi fyrirtækja sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni „almenningi til tjóns“ verði stórlega veiktir, gangi frumvarpið eftir. Þar er einnig lagt til að dregið verði verulega úr eftirliti með því annars vegar að fyrirtækjum verður falið að meta hvort samráð þeirra raskar samkeppni og mun fleiri samrunar verði undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þá er það mikið áhyggjuefni að frumvarpið ber með sér þann anda að í stað þess að styrkja samkeppnislögin í samræmi við það sem verið hefur að gerast í Evrópu undanfarin ár er verið að veikja þau. Það er nefnilega algerlega rangt að frumvarpið, eins og það lítur út, jafnvel með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar, sé í samræmi við þróun samkeppnisreglna í Evrópu undanfarin ár. Þar hefur hugmyndafræðin byggst á því að styrkja lögin en ekki að veikja þau eins og hér. Það er því að mínu mati nauðsynlegt að allir, jafnt innan þings sem utan og þá einkum verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin, sem vilja gæta hagsmuna almennings, standi saman á ný og verjist þessari atlögu sérhagsmunanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar