Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2020 13:54 Vegarkaflinn sem nú fer í umhverfismat og hönnun liggur meðfram Straumsvík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur til að breikka úr tveimur akreinum í fjórar með aðskildum akstursstefnum. Í útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar segir að á vegkaflanum skuli breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur. Val bjóðanda fari fram á grundvelli hæfismats og verðs. Beri bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, það er upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð. Verkhönnun skuli lokið 1. febrúar 2022. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðsfrestur rennur út 22. júlí. Samkvæmt breytingartillögu stjórnarmeirihlutans við samgönguáætlun, sem nú er til meðferðar Alþingis, er gert ráð fyrir að framkvæmdin færist yfir á fyrsta tímabil áætlunarinnar 2020-2024 með þriggja milljarða króna framlagi en verkið var áður tímasett á öðru tímabili 2025-2029. „Undirbúningur hefjist strax og framkvæmdir hefjist um leið og vinnu við hönnun og skipulagi lýkur,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. „Eftir að samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í desember 2019 náðist samkomulag um breytta legu vegarins, sem lækkar kostnað við vegkaflann, en samkvæmt framlagðri áætlun eiga framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en á 2. tímabili. Með viðbótarfjármagni fjárfestingarátaksins er framkvæmdinni tryggt fjármagn fyrir árið 2020 þannig að unnt sé að hefja undirbúning verksins,“ segir í nefndarálitinu. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum: Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Alþingi Tengdar fréttir Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur til að breikka úr tveimur akreinum í fjórar með aðskildum akstursstefnum. Í útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar segir að á vegkaflanum skuli breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur. Val bjóðanda fari fram á grundvelli hæfismats og verðs. Beri bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, það er upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð. Verkhönnun skuli lokið 1. febrúar 2022. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðsfrestur rennur út 22. júlí. Samkvæmt breytingartillögu stjórnarmeirihlutans við samgönguáætlun, sem nú er til meðferðar Alþingis, er gert ráð fyrir að framkvæmdin færist yfir á fyrsta tímabil áætlunarinnar 2020-2024 með þriggja milljarða króna framlagi en verkið var áður tímasett á öðru tímabili 2025-2029. „Undirbúningur hefjist strax og framkvæmdir hefjist um leið og vinnu við hönnun og skipulagi lýkur,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. „Eftir að samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í desember 2019 náðist samkomulag um breytta legu vegarins, sem lækkar kostnað við vegkaflann, en samkvæmt framlagðri áætlun eiga framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en á 2. tímabili. Með viðbótarfjármagni fjárfestingarátaksins er framkvæmdinni tryggt fjármagn fyrir árið 2020 þannig að unnt sé að hefja undirbúning verksins,“ segir í nefndarálitinu. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum:
Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Alþingi Tengdar fréttir Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16