Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 07:12 Íbúar í Dallas í Texas bíða eftir því að komast í skimun fyrir kórónuveirunni. Vísir/getty Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47
Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21