Ásdís byrjar lokaárið af krafti: „Gjörsamlega búin á því“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 18:00 Ásdís Hjálmsdóttir glaðbeitt eftir mótið ásamt þjálfara sínum Kari Kiviniemi. Mynd/Annerud Media „Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
„Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
„Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34
Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00
Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00