Ásdís byrjar lokaárið af krafti: „Gjörsamlega búin á því“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 18:00 Ásdís Hjálmsdóttir glaðbeitt eftir mótið ásamt þjálfara sínum Kari Kiviniemi. Mynd/Annerud Media „Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
„Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
„Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34
Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00
Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00