Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 16:49 Wow air varð gjaldþrota í mars í fyrra og dróst losun íslenskra flugrekenda verulega saman í kjölfarið. Mikil útþensla í fluggeiranum árin á undan þýðir þó að losunin er nú ennþá á pari við það sem gerðist árið 2015. Vísir/Vilhelm Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega. Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega.
Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira