Metfjöldi nýsmita vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:14 Viðskiptavinir verslunarmiðstöðvar í Paramus í New Jersey með grímur fyrir andlitinu. ap/Seth Wenig Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira