Ósammála um hvort þriðja mark Víkings hefði átt að standa Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 09:00 Fyrrum liðsfélagarnir voru ekki sammála í gær. vísir/s2s Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira