Ósammála um hvort þriðja mark Víkings hefði átt að standa Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 09:00 Fyrrum liðsfélagarnir voru ekki sammála í gær. vísir/s2s Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira