Tækifærin í sameinuðu sveitarfélagi Hildur Þórisdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:30 Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Nýsköpun Skóla - og menntamál Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun