Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:24 Mynd sem er sögð sýna afleiðingar uppákomunnar í Natanz-auðgunarstöðinni sem Kjarnorkustofnun Írans birti í gær. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010. Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010.
Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16