Klopp segir City eða Bayern líklegust til að vinna Meistaradeildina Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2020 12:07 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Manchester City og Bayern Munchen séu líklegust til þess að vinna Meistaradeildina í ár en ríkjandi Evrópumeistarar, Liverpool, eru úr leik. Klopp og félagar duttu út fyrir Atletico Madrid í einu af tveimur 16-liða úrslita einvígum sem er lokið en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar. Það verður því útsláttarkeppni í Portúgal í ágúst og þar standa tvö lið upp úr fyrir þann þýska. „Fyrir mér þá eru tvö lið líklegust. Það eru Bayern og City. Það yrði áhugaverður leikur. Bayern hefur spilað mjög vel eftir að Hansi Flick tók við. Það er mjög áhugavert hvað þeir hafa gert,“ sagði Klopp. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta raðast upp, ef þau mæta hvort öðru í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum eða hvernig sem er, en keppnin í ágúst mun vera mjög áhugaverð.“ Jurgen Klopp tips Man City or Bayern Munich to succeed Liverpool as Champions League winners when European competition restarts https://t.co/XTvACQ5J7Q— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2020 Klopp er spenntur fyrir úrslitakeppni en segir að varnarleikur City gætu komið þeim um koll. „Þetta verður nýtt en þegar þú horfir á Manchester City og hópinn þeirra þá já, þeir eiga mikla möguleika, en til dæmis í leiknum á þriðjudaginn sem City vann örugglega þá hefðum við átt að skora þrjú mörk. Ekki gleyma því. Við áttum og hefðum gert það á eðlilegum degi.“ „Þeir eru með svo mikil gæði en þeir eru ekki fullkomnir. City eru það ekki, ekki heldur Bayern og ekki heldur við. En þú þarft að vera nærri því fullkominn á úrslitastundum til þess að vinna Meistaradeildina.“ „Allir þurfa heppni og ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að spila á þínu besta liði í úrslitaleiknum en ég held að þessi tvö lið séu líklegust. Ég mun horfa og þetta verður áhugavert en því miður erum við ekki með í ár. “ Meistaradeildin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Manchester City og Bayern Munchen séu líklegust til þess að vinna Meistaradeildina í ár en ríkjandi Evrópumeistarar, Liverpool, eru úr leik. Klopp og félagar duttu út fyrir Atletico Madrid í einu af tveimur 16-liða úrslita einvígum sem er lokið en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar. Það verður því útsláttarkeppni í Portúgal í ágúst og þar standa tvö lið upp úr fyrir þann þýska. „Fyrir mér þá eru tvö lið líklegust. Það eru Bayern og City. Það yrði áhugaverður leikur. Bayern hefur spilað mjög vel eftir að Hansi Flick tók við. Það er mjög áhugavert hvað þeir hafa gert,“ sagði Klopp. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta raðast upp, ef þau mæta hvort öðru í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum eða hvernig sem er, en keppnin í ágúst mun vera mjög áhugaverð.“ Jurgen Klopp tips Man City or Bayern Munich to succeed Liverpool as Champions League winners when European competition restarts https://t.co/XTvACQ5J7Q— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2020 Klopp er spenntur fyrir úrslitakeppni en segir að varnarleikur City gætu komið þeim um koll. „Þetta verður nýtt en þegar þú horfir á Manchester City og hópinn þeirra þá já, þeir eiga mikla möguleika, en til dæmis í leiknum á þriðjudaginn sem City vann örugglega þá hefðum við átt að skora þrjú mörk. Ekki gleyma því. Við áttum og hefðum gert það á eðlilegum degi.“ „Þeir eru með svo mikil gæði en þeir eru ekki fullkomnir. City eru það ekki, ekki heldur Bayern og ekki heldur við. En þú þarft að vera nærri því fullkominn á úrslitastundum til þess að vinna Meistaradeildina.“ „Allir þurfa heppni og ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að spila á þínu besta liði í úrslitaleiknum en ég held að þessi tvö lið séu líklegust. Ég mun horfa og þetta verður áhugavert en því miður erum við ekki með í ár. “
Meistaradeildin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira