Kórónuveirutilfellum á heimsvísu aldrei fjölgað meira Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 06:35 Starfsmaður kirkjugarðs í Nova Iguacu í Brasilíu, klæddur hlífðarfatnaði til þess að koma í veg fyrir smit. Leo Correa/AP Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira