Kórónuveirutilfellum á heimsvísu aldrei fjölgað meira Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 06:35 Starfsmaður kirkjugarðs í Nova Iguacu í Brasilíu, klæddur hlífðarfatnaði til þess að koma í veg fyrir smit. Leo Correa/AP Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira