Patrick Mahomes hefur komið inn í NFL af miklum krafti og nú hefur þessi tengdasonur Mosfellsbæjar nú fengið samning sem enginn annar í bandarískum liða íþróttum hefur fengið áður.
Eins og Vísir hefur fjallað um þá kom Patrick Mahomes til Íslands sumarið 2017 þar sem kærasta hans spilaði með liði Aftureldingar í 2. deild kvenna í fótbolta. Hann hefur frá þeim tíma að sjálfsögðu fengið viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar.
Hann hefur nú skrifað undir samning við SuperBowl meistarana í Kansas City Chiefs og gildir hann til tíu ára. Þetta staðfestir félagið á Twitter-síðu sinni.
We have signed QB Patrick Mahomes to a 10 year extension. Mahomes secured with Chiefs for the next 12 seasons. pic.twitter.com/ZsADdVkvxZ
— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 6, 2020
Samkvæmt heimildum NFL Network og ESPN hljóðar samningurinn upp á rúmlega 500 milljónir dollara en það gerir hann að launahæsta leikmanni NFL-sögunnar sem og innan bandaríska liðaíþrótta.
Þetta er í fyrsta sinn sem NFL leikmaður verður sá launahæsti í sögunin en hann átti tvö ár eftir af sínum núverandi samningi svo hann verður í Chiefs næstu tólf tímabilin ef hann virðir samning sinn.
Patrick Mahomes, the NFL MVP and the Super Bowl MVP, tops Mike Trout for biggest contact in sports history.
— SportED India (@SportEdIndia) July 7, 2020
As per latest reports, @Chiefs have signed a 10 year contract extension with @PatrickMahomes worth $503 million.@NFL @MikeTrout#NFL #sports #Chiefs #Football #SuperBowl pic.twitter.com/RWZKymT7Ih
Þessi 24 ára stjarna hefur einungis verið í NFL í þrjú tímabil en hefur á stuttum tíma náð einhverju sem flestir sem spila hans stöðu ná ekki á öllum sínum ferli.
Hann var maður leiksins í SuperBowl á síðustu leiktíð er Chiefs stóð uppi sem SuperBowl-meistari og hann getur huggað sig við það að vera aðalmaðurinn og fá ansi vel borgað hjá Chiefs næstu mörg árin.
Patrick Mahomes' 10-year extension with Kansas City is worth over $400 million in total, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/U5oHTnUBJy
— SportsCenter (@SportsCenter) July 6, 2020