Hvað gera stjörnur Liverpool í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 07:00 Verða þessir leikmenn enn í herbúðum Englandsmeistara Liverpool á næstu leiktíð? Vísir/Getty Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira