WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:11 Maria van Kerkhove, sérfræðingur WHO sem hefur leitt viðbrögðin við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Vísir/EPA Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19