Fjárfestir Klopp í Thiago gegn sannfæringu sinni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 13:00 Er Thiago á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/ANDREAS SCHAAD Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira