Á vængjum flautunnar Arilíus Jónsson skrifar 9. júlí 2020 08:15 Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar