Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 08:11 Varnarmálaráðherrann Esper staðfesti að upplýsingar um verðlaunafé hafi komið inn á hans borð. Getty/Alex Wong Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins. Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira