Var búinn að ákveða að fara til Fenerbache en Valencia varð fyrir valinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 12:00 Martin Hermannsson lék með Alba Berlin í tvö ár. Nú tekur nýtt ævintýri á Spáni við. vísir/getty Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira