Burnley stöðvaði sigurgöngu Liverpool á Anfield Ísak Hallmundarson skrifar 11. júlí 2020 15:55 Jóhann Berg og Klopp sættust á jafntefli í dag. getty/Clive Brunskill Liverpool hafði unnið 24 leiki í röð á heimvelli sínum Anfield, áður en Jóhann Berg og félagar í Burnley mættu þangað í dag og náðu í stig. Andy Robertson kom Englandsmeisturunum yfir með frábæru skallamarki eftir sendingu frá Fabinho á 34. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik. Heimamenn voru töluvert meira með boltann allan leikinn og leit allt út fyrir að þeir myndu sigra sinn 25. leik í röð á Anfield. Annað kom á daginn. Jay Rodriguez jafnaði metin á 69. mínútu með góðu skoti rétt innan vítateigs. Jóhann Berg Guðmundsson var hársbreidd frá því að koma Burnley í forystu á 87. mínútu, þegar hann þrumaði boltanum í slánna frá vítapunktinum eftir hornspyrnu. Munaði engu að okkar maður myndi tryggja Burnley sigurinn. Lokatölur leiksins voru 1-1 jafntefli og þarf Liverpool því að vinna alla þrjá leiki sína sem eru eftir ef liðið ætlar að bæta stigamet Manchester City frá árinu 2018. Enski boltinn
Liverpool hafði unnið 24 leiki í röð á heimvelli sínum Anfield, áður en Jóhann Berg og félagar í Burnley mættu þangað í dag og náðu í stig. Andy Robertson kom Englandsmeisturunum yfir með frábæru skallamarki eftir sendingu frá Fabinho á 34. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik. Heimamenn voru töluvert meira með boltann allan leikinn og leit allt út fyrir að þeir myndu sigra sinn 25. leik í röð á Anfield. Annað kom á daginn. Jay Rodriguez jafnaði metin á 69. mínútu með góðu skoti rétt innan vítateigs. Jóhann Berg Guðmundsson var hársbreidd frá því að koma Burnley í forystu á 87. mínútu, þegar hann þrumaði boltanum í slánna frá vítapunktinum eftir hornspyrnu. Munaði engu að okkar maður myndi tryggja Burnley sigurinn. Lokatölur leiksins voru 1-1 jafntefli og þarf Liverpool því að vinna alla þrjá leiki sína sem eru eftir ef liðið ætlar að bæta stigamet Manchester City frá árinu 2018.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti