Aston Villa heldur í vonina eftir sigur Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 15:15 Enn er von. getty/Tim Keeton Aston Villa sigraði sinn fyrsta leik frá því janúar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn í dag. Mamadou Sakho virtist vera að koma Palace yfir á 7. mínútu en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Boltinn var sagður fara í hönd Sakho og í netið en leit út eins og eðlilegt skallamark. Another day, another awful decision from the VAR ref.— Gary Lineker (@GaryLineker) July 12, 2020 Egyptinn Trezeguet náði síðan forystunni fyrir Aston Villa rétt undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 1-0 Villa í vil. Trezeguet var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu og koma Villa-mönnum í 2-0 og voru það úrslit leiksins. Fyrsti sigur Aston Villa í deildinni síðan 21. janúar. Eftir leikinn á Villa enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þó vonin sé veik. Liðið er í 18. sæti, fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar einungis níu stig eru eftir í pottinum. Crystal Palace er um miðja deild með 42 stig og getur ekki fallið. Enski boltinn
Aston Villa sigraði sinn fyrsta leik frá því janúar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn í dag. Mamadou Sakho virtist vera að koma Palace yfir á 7. mínútu en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Boltinn var sagður fara í hönd Sakho og í netið en leit út eins og eðlilegt skallamark. Another day, another awful decision from the VAR ref.— Gary Lineker (@GaryLineker) July 12, 2020 Egyptinn Trezeguet náði síðan forystunni fyrir Aston Villa rétt undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 1-0 Villa í vil. Trezeguet var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu og koma Villa-mönnum í 2-0 og voru það úrslit leiksins. Fyrsti sigur Aston Villa í deildinni síðan 21. janúar. Eftir leikinn á Villa enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þó vonin sé veik. Liðið er í 18. sæti, fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar einungis níu stig eru eftir í pottinum. Crystal Palace er um miðja deild með 42 stig og getur ekki fallið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti