Íslendingar þyrftu að fimmfalda neysluna til að fylla upp í túristaskarðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 14:25 Erlendur ferðamaður í Fellsfjöru. Vísir/Vilhelm Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“ Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira