Haaland hent út af skemmtistað – Í skógarhögg eftir skilaboð frá pabba Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 16:30 Erling Braut Haaland sló í gegn á fyrsta misseri sínu sem leikmaður Dortmund. Hann er nú í stuttu sumarfríi. VÍSIR/GETTY Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst. Þýski boltinn Noregur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst.
Þýski boltinn Noregur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira