Kalifornía skellir aftur í lás vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:18 Kaliforníubúar mótmæla ákvörðun ríkisstjórans um að grípa aftur til strangra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty/Justin Sullivan Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34
Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39
Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26