Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2020 23:54 Anthony Fauci stýrir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“