Hvað með hreindýrin? Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:59 Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar