„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:30 Logi Ólafsson í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann