Katrín Tanja tekur á því: Ég dó næstum því eftir þessa æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfti langan tíma til að jafna sig eftir æfinguna sem var reyndi mikið á hana. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT
CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira