Landsliðsfyrirliðinn ætlar að hlaupa 10 km fyrir Berglindi þrátt fyrir að vera komin 26 vikur á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 11:30 Helena Sverrisdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. Samsett/Vísir/Bára Helena Sverrisdóttir ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í söfnuninni fyrir landsliðskonuna Berglindi Gunnarsdóttur sem fer fram í kringum Reykjavíkurmaraþonið í ár. Berglind Gunnarsdóttir lenti í alvarlegu rútuslysi í janúar þar sem hún slasaðist illa á hálsi. Berglind gefur ekkert eftir í endurhæfingunni ekki frekar en inn á körfuboltavellinum sjálfum. Helena Sverrisdóttir er fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins og hún og Berglind Gunnarsdóttir hafa spilað lengi saman í íslenska landsliðinu. Helena sagði frá því á fésbókarsíðu sinni að hún ætlaði að safna áheitum fyrir Berglindi með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Helena tekur líka eiginmanninn, Finn Atla Magnússon, með. „Ég og Finnur ætlum að hlaupa 10 km í RVK maraþoninu í ár og safna áheitum fyrir Berglindi. Hef spilað ófáa landsleikina með Berglindi og meiri nagla hefur maður vart kynnst. Hún lenti í alvarlegu slysi í janúar og er á fullu í ansi kostnaðarsamri endurhæfingu og ég væri mjög þakklát ef þið sæuð ykkur fært að styrkja málefnið,“ skrifaði Helena á fésbókarsíðu sína. Helena tekur það jafnframt fram að hún verði þarna komin 26 vikur á leið og segir að þetta verði kannski meira “hlabb” heldur en hlaup frá henni í þetta skiptið. Áður en að Reykjavíkurmaraþoninu kemur þá ætlar Helena Sverrisdóttir að halda sínar árlegur Stelpubúðir sínar en þær eru að fara fram í tólfta skiptið í ár. Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur fara fram þann 24. til 26. júlí næstkomandi í Origo Höllinni á Hlíðarenda. Skipt er í tvo flokka eftir aldri þar sem að leikmenn fæddir 2004-2008 eru eldri og leikmenn fæddir 2009-2012 eru í yngri hóp. Körfubolti Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira
Helena Sverrisdóttir ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í söfnuninni fyrir landsliðskonuna Berglindi Gunnarsdóttur sem fer fram í kringum Reykjavíkurmaraþonið í ár. Berglind Gunnarsdóttir lenti í alvarlegu rútuslysi í janúar þar sem hún slasaðist illa á hálsi. Berglind gefur ekkert eftir í endurhæfingunni ekki frekar en inn á körfuboltavellinum sjálfum. Helena Sverrisdóttir er fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins og hún og Berglind Gunnarsdóttir hafa spilað lengi saman í íslenska landsliðinu. Helena sagði frá því á fésbókarsíðu sinni að hún ætlaði að safna áheitum fyrir Berglindi með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Helena tekur líka eiginmanninn, Finn Atla Magnússon, með. „Ég og Finnur ætlum að hlaupa 10 km í RVK maraþoninu í ár og safna áheitum fyrir Berglindi. Hef spilað ófáa landsleikina með Berglindi og meiri nagla hefur maður vart kynnst. Hún lenti í alvarlegu slysi í janúar og er á fullu í ansi kostnaðarsamri endurhæfingu og ég væri mjög þakklát ef þið sæuð ykkur fært að styrkja málefnið,“ skrifaði Helena á fésbókarsíðu sína. Helena tekur það jafnframt fram að hún verði þarna komin 26 vikur á leið og segir að þetta verði kannski meira “hlabb” heldur en hlaup frá henni í þetta skiptið. Áður en að Reykjavíkurmaraþoninu kemur þá ætlar Helena Sverrisdóttir að halda sínar árlegur Stelpubúðir sínar en þær eru að fara fram í tólfta skiptið í ár. Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur fara fram þann 24. til 26. júlí næstkomandi í Origo Höllinni á Hlíðarenda. Skipt er í tvo flokka eftir aldri þar sem að leikmenn fæddir 2004-2008 eru eldri og leikmenn fæddir 2009-2012 eru í yngri hóp.
Körfubolti Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira