Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2020 18:48 Eiður Smári Guðjohnsen með sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari FH. mynd/stöð 2 Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00