Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 18:03 Forseti Hæstaréttar Venesúela segir tilraunir Bandaríkjanna til að grafa undan sér vera klaufalegar. Getty/Pedro Mattey Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Venesúela Bandaríkin Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Venesúela Bandaríkin Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira