Tómas Þórður: „Annaðhvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 23:00 Tómas Þórður í baráttunni gegn Tindastól í vetur. Hann mun nú berjast undir körfunni á Spáni. Vísir/Bára Tómas Þórður Hilmarsson ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar þar sem hann mun leika með Aquimisa Carbajosa á næstu leiktíð. Tómas Þórður átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst á fréttinni. „Er ekki alveg viss hvernig deildin sjálf er en liðið er nýliði í deildinni, fóru taplausir í gegnum síðasta tímabil og þetta er mjög spennandi,“ sagði Tómas Þórður í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Þetta var allt í gegnum umboðsmann. Hann kom mér í samband við þá, þekkir til þarna og er með fleiri leikmenn í liðinu. Hann sagði mér bara góða hluti af liðinu, þjálfaranum og umgjörðinni. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Tómas um aðdragandann að búferlaflutningum sínum til Spánar. „Það var annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni. Maður er alltaf með plan B sem væri að koma heim. Þú veist ekkert hvenær þetta tækifæri kemur aftur þannig ég ákvað að slá til,“ sagði Tómas einnig um hvaða möguleikar hafi staðið honum til boða. Tómas vonast til að leika erlendis næstu árin. „Það væri gaman að halda áfram og geta tekið nokkur ár úti. Maður þarf að sjá hvernig þetta ár spilast og hvort það komi eitthvað meira.“ Að lokum var Tómas spurður hvort það væri ekki erfitt að kveðja heimaklúbbinn en hann er uppalinn hjá Stjörnunni þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Tómas lék 21 leik með Stjörnunni og gerði að meðaltali 8.8 stig í leik ásamt því að taka 8.2 fráköst. „Það er alveg erfitt. Maður getur alltaf komið heim aftur. Bara leiðinlegt hvað við erum með sterkt lið og gætum gert fína hluti á næsta tímabili. Þetta var ekkert auðvelt en svona er þetta.“ Klippa: Tómas Þórður: Annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni Körfubolti Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Tómas Þórður Hilmarsson ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar þar sem hann mun leika með Aquimisa Carbajosa á næstu leiktíð. Tómas Þórður átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst á fréttinni. „Er ekki alveg viss hvernig deildin sjálf er en liðið er nýliði í deildinni, fóru taplausir í gegnum síðasta tímabil og þetta er mjög spennandi,“ sagði Tómas Þórður í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Þetta var allt í gegnum umboðsmann. Hann kom mér í samband við þá, þekkir til þarna og er með fleiri leikmenn í liðinu. Hann sagði mér bara góða hluti af liðinu, þjálfaranum og umgjörðinni. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Tómas um aðdragandann að búferlaflutningum sínum til Spánar. „Það var annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni. Maður er alltaf með plan B sem væri að koma heim. Þú veist ekkert hvenær þetta tækifæri kemur aftur þannig ég ákvað að slá til,“ sagði Tómas einnig um hvaða möguleikar hafi staðið honum til boða. Tómas vonast til að leika erlendis næstu árin. „Það væri gaman að halda áfram og geta tekið nokkur ár úti. Maður þarf að sjá hvernig þetta ár spilast og hvort það komi eitthvað meira.“ Að lokum var Tómas spurður hvort það væri ekki erfitt að kveðja heimaklúbbinn en hann er uppalinn hjá Stjörnunni þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Tómas lék 21 leik með Stjörnunni og gerði að meðaltali 8.8 stig í leik ásamt því að taka 8.2 fráköst. „Það er alveg erfitt. Maður getur alltaf komið heim aftur. Bara leiðinlegt hvað við erum með sterkt lið og gætum gert fína hluti á næsta tímabili. Þetta var ekkert auðvelt en svona er þetta.“ Klippa: Tómas Þórður: Annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni
Körfubolti Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira