Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 23:38 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Jabin Botsford Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira