Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 23:00 Rúnar Páll var ekki sáttur með að ná ekki þremur stigum á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15