Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 07:46 Bandaríkjamenn á Íslandi hvetja Donald Trump Bandaríkjaforset til að fjarlægja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti. Getty/Bandaríska Sendiráðið Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér. Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08