Deilan um legsteinasafnið snýst um hagsmuni fjárfesta en ekki listsköpun Páls Eva Hauksdóttir skrifar 28. júlí 2020 10:23 Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Borgarbyggð Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun