Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:00 Jasmín Erla skoraði eitt þeirra tíu marka sem skoruð voru í gær. Vísir/Vilhelm Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira