Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 11:39 Stjörnumenn áttu að spila sjö deildarleiki í ágúst en ljóst er að það gengur ekki upp verði tilmælum fylgt. VÍSIR/HAG Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. „Þetta eru reglur sem taka gildi í hádeginu á morgun,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og því ættu leikir í Mjólkurbikar karla, 2. og 3. deild, sem fara áttu fram í kvöld að verða leiknir. Bikarleikur Vals og ÍA átti að fara fram á morgun, auk leikja í neðri deildum, og eftir verslunarmannahelgi var mikill fjöldi leikja á dagskrá í öllum deildum sem nú virðist þurfa að fresta. Varðandi Covid-19 mál, framhald móta og annað. Það er að mörgu að hyggja og margt að skoða. KSÍ er í sambandi við hagsmunaaðila. Ákvarðanir teknar og gefnar út eins fljótt og hægt er.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 30, 2020 „Við eigum eftir að fara betur yfir stöðuna og skoða hvað þetta þýðir fyrir okkur. Við reynum að meta þetta eins vel og við getum og svo verða teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir Klara, sem var eins og flestir aðrir nýbúin að fá fréttirnar um tilmæli heilbrigðisráðherra. Hún vildi ekki fullyrða að orðið yrði við tilmælunum um frestun allra leikja fullorðinna þar til í fyrsta lagi 10. ágúst. „Ég tek ekki ákvörðun um það ein og sér, og mótanefnd þarf að fara yfir málið.“ Svigrúm til frestana er ekki mikið, sérstaklega í tólf liða Pepsi Max-deild karla. Þar stendur til að spila fram til 31. október en lið Stjörnunnar, sem fyrr í sumar fór í tveggja vikna sóttkví, átti til að mynda að spila sjö deildarleiki í ágúst. KSÍ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. „Þetta eru reglur sem taka gildi í hádeginu á morgun,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og því ættu leikir í Mjólkurbikar karla, 2. og 3. deild, sem fara áttu fram í kvöld að verða leiknir. Bikarleikur Vals og ÍA átti að fara fram á morgun, auk leikja í neðri deildum, og eftir verslunarmannahelgi var mikill fjöldi leikja á dagskrá í öllum deildum sem nú virðist þurfa að fresta. Varðandi Covid-19 mál, framhald móta og annað. Það er að mörgu að hyggja og margt að skoða. KSÍ er í sambandi við hagsmunaaðila. Ákvarðanir teknar og gefnar út eins fljótt og hægt er.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 30, 2020 „Við eigum eftir að fara betur yfir stöðuna og skoða hvað þetta þýðir fyrir okkur. Við reynum að meta þetta eins vel og við getum og svo verða teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir Klara, sem var eins og flestir aðrir nýbúin að fá fréttirnar um tilmæli heilbrigðisráðherra. Hún vildi ekki fullyrða að orðið yrði við tilmælunum um frestun allra leikja fullorðinna þar til í fyrsta lagi 10. ágúst. „Ég tek ekki ákvörðun um það ein og sér, og mótanefnd þarf að fara yfir málið.“ Svigrúm til frestana er ekki mikið, sérstaklega í tólf liða Pepsi Max-deild karla. Þar stendur til að spila fram til 31. október en lið Stjörnunnar, sem fyrr í sumar fór í tveggja vikna sóttkví, átti til að mynda að spila sjö deildarleiki í ágúst.
KSÍ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21