Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 12:11 Helgin verður nánast sólarlaus og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum. VÍSIR Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. Lægðinni fylgir stíf austan- og norðaustanátt en hvassvirði eða stormur er við suðausturströndina fram eftir degi. Um helgina verður blautt í öllum landshlutum og nokkuð vindasamt einkum í dag. Appelsínugul stormviðvörun var í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram til hádegis en nú hefur tekið við gul viðvörun á Suður- og Austurlandi sem gildir fram á kvöld. „Og svo er einnig viðvörun vegna mikillar rigningar á Austfjörðun sem sömuleiðis er í gildi í dag og það rignir einnig talsvert eða mikið á Suðausturlandi þannig að við erum að vara við því í dag,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum sem getur valdið tjóni. Er fólk beðið um að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag, þar verður vindhraði um 15 til 20 metrar á sekúndu og geta vindhviður náð 30 metrum á sekúndu. Þar geta jafnframt skapast hættuleg akstursskilyrði fyrir ökutæki á ferðinni, sérstaklega þau sem draga aftanívagna. Veðrir mun þó skána á landinu á morgun, hægari vindur og lítilsháttar væta nema suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast Norðan- og Vestanlands. „Það er náttúrulega ekkert sérstakt veður á Suðuausturlandi og austfjörðum í dag en það skánar á morgun og verður mjög svipað veður á laugardag til mánudags. Frekar breytilegur vindur og ekkert mjög hvasst. Eiginlega sólarlaust og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum,“ Þorsteinn V. Jónsson. Veður Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. Lægðinni fylgir stíf austan- og norðaustanátt en hvassvirði eða stormur er við suðausturströndina fram eftir degi. Um helgina verður blautt í öllum landshlutum og nokkuð vindasamt einkum í dag. Appelsínugul stormviðvörun var í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram til hádegis en nú hefur tekið við gul viðvörun á Suður- og Austurlandi sem gildir fram á kvöld. „Og svo er einnig viðvörun vegna mikillar rigningar á Austfjörðun sem sömuleiðis er í gildi í dag og það rignir einnig talsvert eða mikið á Suðausturlandi þannig að við erum að vara við því í dag,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum sem getur valdið tjóni. Er fólk beðið um að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag, þar verður vindhraði um 15 til 20 metrar á sekúndu og geta vindhviður náð 30 metrum á sekúndu. Þar geta jafnframt skapast hættuleg akstursskilyrði fyrir ökutæki á ferðinni, sérstaklega þau sem draga aftanívagna. Veðrir mun þó skána á landinu á morgun, hægari vindur og lítilsháttar væta nema suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast Norðan- og Vestanlands. „Það er náttúrulega ekkert sérstakt veður á Suðuausturlandi og austfjörðum í dag en það skánar á morgun og verður mjög svipað veður á laugardag til mánudags. Frekar breytilegur vindur og ekkert mjög hvasst. Eiginlega sólarlaust og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum,“ Þorsteinn V. Jónsson.
Veður Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira