Grímuskylda í Strætó dregin til baka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:32 Farþegar Strætó munu ekki þurfa að bera grímur fyrir vitum um borð í vögnunum. Vísir/Vilhelm Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað Strætó að gera það skylt að farþegar bæru grímur fyrir vitum, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld teldu það ekki nauðsyn. Strætó tilkynnti í gær eftir að minnisblað sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur var birt að grímuskylda myndi taka gildi í strætisvögnum á hádegi í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að grímuskyldan ætti ekki við um Strætó. Forsvarsmenn tilkynntu í morgun að grímuskyldunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli notenda. Strætó biður farþega þess í stað að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, er fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í strætisvögnum. Þá er mælst til að fólk í áhættuhópum setji upp andlitsgrímur um borð í vögnum. Grímuskylda verður enn til staðar í vögnum Strætó sem sinna landsbyggðarakstri. Þá biðlar Strætó til viðskiptavina sinna að huga vel að hreinlæti, þvo sér um hendur og reyna eftir fremsta megni að virða fjarlægðartakmarkanir um borð í strætisvögnum. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað Strætó að gera það skylt að farþegar bæru grímur fyrir vitum, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld teldu það ekki nauðsyn. Strætó tilkynnti í gær eftir að minnisblað sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur var birt að grímuskylda myndi taka gildi í strætisvögnum á hádegi í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að grímuskyldan ætti ekki við um Strætó. Forsvarsmenn tilkynntu í morgun að grímuskyldunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli notenda. Strætó biður farþega þess í stað að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, er fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í strætisvögnum. Þá er mælst til að fólk í áhættuhópum setji upp andlitsgrímur um borð í vögnum. Grímuskylda verður enn til staðar í vögnum Strætó sem sinna landsbyggðarakstri. Þá biðlar Strætó til viðskiptavina sinna að huga vel að hreinlæti, þvo sér um hendur og reyna eftir fremsta megni að virða fjarlægðartakmarkanir um borð í strætisvögnum.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23
Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00
Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53