Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:12 Dzhokhar Tsarnaev var um tvítugt þegar hann og eldri bróðir hans sprengdu tvær sprengjur við endamark Boston-maraþonsins árið 2013. Hann er nú 27 ára gamall. AP/Bandaríska alríkislögreglan FBI Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Rétta þarf aftur til að ákvarða refsingu Tsarnaev eftir að þrír dómarar við alríkisdómstól ógiltu dauðadóminn sem hann hlaut árið 2015. Töldu þeir að aldrei hefði átt að rétta í málinu í Boston á sínum tíma. Jafnvel þó að Tsarnaev verði ekki dæmdur til dauða mun hann sæta lífstíðarfangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þeir eru nú sagðir ráða ráðum sínum um hvernig þeir bregðast við. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamar maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Saksóknarar héldu því fram að bræðurnir hefðu framið árásirnar til þess að refsa Bandaríkjunum fyrir stríðsrekstur sinn í múslimalöndum. Bræðurnir eru af tsjétsjénskum ættum. Verjendur Dzhokhar viðurkenndu að bræðurnir hefðu sprengt sprengjurnar en héldu því fram að taka ætti vægar á yngri bróðurnum því að sá eldri hefði verið heilinn á bak við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði Tsarnaev meðal annars „skepnu“. Kallaði hann úrskurðinn „fáránlegan“. Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Rétta þarf aftur til að ákvarða refsingu Tsarnaev eftir að þrír dómarar við alríkisdómstól ógiltu dauðadóminn sem hann hlaut árið 2015. Töldu þeir að aldrei hefði átt að rétta í málinu í Boston á sínum tíma. Jafnvel þó að Tsarnaev verði ekki dæmdur til dauða mun hann sæta lífstíðarfangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þeir eru nú sagðir ráða ráðum sínum um hvernig þeir bregðast við. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamar maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Saksóknarar héldu því fram að bræðurnir hefðu framið árásirnar til þess að refsa Bandaríkjunum fyrir stríðsrekstur sinn í múslimalöndum. Bræðurnir eru af tsjétsjénskum ættum. Verjendur Dzhokhar viðurkenndu að bræðurnir hefðu sprengt sprengjurnar en héldu því fram að taka ætti vægar á yngri bróðurnum því að sá eldri hefði verið heilinn á bak við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði Tsarnaev meðal annars „skepnu“. Kallaði hann úrskurðinn „fáránlegan“.
Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira