Fjöldi sýna yfir afkastagetu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 18:30 Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira