Valskonur bæta við sig þremur nýjum leikmönnum í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:15 Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, með nýju leikmönnunum sem eru frá vinstri: Eydís Eva Þórisdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir. Mynd/Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum