Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 11:04 Sautján greindust með veiruna innanlands í gær. Vísir/vilhelm Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira