Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 08:03 Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði það siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. EPA Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent