Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2020 18:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira