Miðbæ Chicago lokað vegna óláta Andri Eysteinsson skrifar 10. ágúst 2020 23:09 Reynt er að komast hjá því að mótmælendur og óeirðarseggir komist inn í miðbæ Chicago. Getty/Scott Olson Aðgangur að miðborg Chicago-borgar verður heftur í nótt eftir óeirðir og eyðileggingu í kjölfar mótmæla vegna þess að lögregla skaut tvítugann mann í borginni á sunnudagskvöld. Lögreglustjórinn David Brown segir að aðgangur verði heftur á milli 20:00 og 06:00 að staðartíma og muni fjölmennt lið lögreglu gæta miðborgarinnar. Brown sagði að eyðilegging og skemmdir sem unnar voru hafi verið skammarlega og hafist vegna rangra upplýsinga. Lögregla hefur handtekið fleiri tuga manna fyrir gripdeildir, óspektir og brot gegn valdstjórninni. Þá segir lögregla að skotið hafi verið af skotvopnum á mánudagsmorgun í borginni. Þá hafði lögregla lokað fyrir aðgang að miðborginni með því að stöðva almenningssamgöngur og með því að reisa upp vindubrýr. BBC greinir frá því að þrettán lögreglumenn hafi særst en einn þeirra fékk flösku í andlitið. Brown segir að óeirðirnar hafi hafist eftir að fregnir bárust af því að lögregla hefði skotið mann sem grunaður var um vörslu skotvopns. Maðurinn, sem er tvítugur að aldri, liggur nú á sjúkrahúsi og er búist við því að hann nái sér að fullu. „Eftir atvikið söfnuðust hópar fólks saman og var mikill hiti í fólki. Glæpamenn flykktust svo á göturnar og tölu að gjörðir þeirra myndu engar afleiðingar hafa. Ég neita að leyfa þessu fólki að halda borginni okkar í gíslingu,“ sagði Brown. Borgarstjóri Chicago, Lori Lightfoot, hefur fordæmt ofbeldið sem lögreglan var beitt og hvatti lögregluna til að finna þá sem bera ábyrgð. Sagði hún að ekkert væri sameiginlegt á milli óláta sunnudagskvöldsins og mótmælanna sem spruttu út um víða veröld eftir dauða George Floyd í maí. Bandaríkin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Aðgangur að miðborg Chicago-borgar verður heftur í nótt eftir óeirðir og eyðileggingu í kjölfar mótmæla vegna þess að lögregla skaut tvítugann mann í borginni á sunnudagskvöld. Lögreglustjórinn David Brown segir að aðgangur verði heftur á milli 20:00 og 06:00 að staðartíma og muni fjölmennt lið lögreglu gæta miðborgarinnar. Brown sagði að eyðilegging og skemmdir sem unnar voru hafi verið skammarlega og hafist vegna rangra upplýsinga. Lögregla hefur handtekið fleiri tuga manna fyrir gripdeildir, óspektir og brot gegn valdstjórninni. Þá segir lögregla að skotið hafi verið af skotvopnum á mánudagsmorgun í borginni. Þá hafði lögregla lokað fyrir aðgang að miðborginni með því að stöðva almenningssamgöngur og með því að reisa upp vindubrýr. BBC greinir frá því að þrettán lögreglumenn hafi særst en einn þeirra fékk flösku í andlitið. Brown segir að óeirðirnar hafi hafist eftir að fregnir bárust af því að lögregla hefði skotið mann sem grunaður var um vörslu skotvopns. Maðurinn, sem er tvítugur að aldri, liggur nú á sjúkrahúsi og er búist við því að hann nái sér að fullu. „Eftir atvikið söfnuðust hópar fólks saman og var mikill hiti í fólki. Glæpamenn flykktust svo á göturnar og tölu að gjörðir þeirra myndu engar afleiðingar hafa. Ég neita að leyfa þessu fólki að halda borginni okkar í gíslingu,“ sagði Brown. Borgarstjóri Chicago, Lori Lightfoot, hefur fordæmt ofbeldið sem lögreglan var beitt og hvatti lögregluna til að finna þá sem bera ábyrgð. Sagði hún að ekkert væri sameiginlegt á milli óláta sunnudagskvöldsins og mótmælanna sem spruttu út um víða veröld eftir dauða George Floyd í maí.
Bandaríkin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira