Ekki traustsins verð Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:30 Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun