Sofandi og ráðalaus: 4 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. ágúst 2020 10:00 1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun