Kvennalið KR styrkir sig með tveimur erlendum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 16:30 Taryn McCutcheon í leik með Michigan State háskólaliðinu á síðustu leiktíð en hún spilar í Vesturbænum í vetur. Getty/G Fiume KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia. Dominos-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Sjá meira
KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Sjá meira